Hespuhúsið

HESPUHÚSIÐ – Jurtalitunarvinnustofa

THE STUDIO IS OPEN ON REQUEST (+354 865 2910)

Hespuhúsið er opin jurtalitunarvinnustofa í Ölfusinu. Í Hespuhúsinu vinnur Guðrún Bjarnadóttir jurtalitað band eftir gömlum hefðum en með nútíma tækni, td. rafmagni og betri pottum. Í Hespuhúsinu gefst gestum kostur á að kíkja í litunarpottana og fræðast um gamla handverkið. Á vinnustofunni er setustofa þar sem hægt er að setjast niður og glugga í bækur eða grípa í prjónana. Í setustofunni er þjóðháttadeildin en þar er lítið safn með gömlum munum, mörgum sem tengjast gömlu handverki.

Í Hespuhúsinu er til sölu jurtalitað band, léttlopi og einband ásamt pökkum með uppskriftum að ákveðnum verkefnum ásamt bandi í verkefnið.

Opnunartímar eru fastir á sumrin en utan þess tíma er gestum velkomið að kíkja við ef ég er á vinnustofunni sem er næstum alltaf. Best er þó að hringja á undan sér og bóka tíma eða athuga hvort ég sé við. Síminn er 865 2910.

Leiðarlysing: Ekið frá Reykjavík í átt að Selfossi Rétt áður en komið er að Ölfusárbrúnni er beygt inn Árbæjarveginn á hringtorginu við Toyota. Þar er ekið í um það bil 900 metra og beygt hjá skilti HESPUHÚSIÐ.